Stjórinn hrósar Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Reading í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Reading í dag. www.readingfc.co.uk

Brian McDermott knattspyrnustjóri Reading hrósaði Gylfa Sigurðssyni eftir leikinn gegn Bristol City í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Gylfi skoraði bæði mörk liðsins og hefur þar með skorað 12 mörk á leiktíðinni og er markahæsti leikmaður liðsins.

Gylfi lék á als oddi í leiknum og aðeins góð markvarsla Dean Gerken í marki Bristol City kom í veg fyrir að Gylfi skoraði fleiri mörk.

,,Gylfi er ekta markaskorari. Hann er sérstakur strákur sem hefur mikla hæfileika. Við höfum haft hann lengi hjá okkur og erum virkilega ánægðir með hann,“ sagði McDermott.

Nokkur ensk úrvalsdeildarlið hafa sýnt áhuga á að fá Gylfa til liðs við sig fyrir næsta tímabil við en þessi 20 ára gamli Hafnfirðingur hefur svo sannarlega slegið á leiktíðinni og hefur verið einn besti leikmaður Reading.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert