Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United telur vel mögulegt að Wayne Rooney toppi Cristiano Ronaldo og bæti markamet hans. Ronaldo skoraði 42 mörk tímabilið 2008-09 en Rooney hefur skorað 32 mörk eftir mörkin tvö sem hann gerði gegn Fulham í dag.
Síðara markið hjá Rooney í dag
,,Fyrir nokkru síðan sagði ég að það væri ómögulegt fyrir leikmanna að ná 42 mörkum en Rooney hefur nú skorað 32 mörk og þetta er áskorun fyrir hann. Hann er fær um að skora mörk í þeim átta leikjum sem við eigum eftir í deildinni og mögulega í fimm Evrópuleikjum.
Hann gæti spilað 13 leiki til viðbótar og það er aldrei að vita. Ég gladdist mjög þegar hann náði 30 mörkum og við gleðjumst yfir markaskorun hans,“ sagði Ferguson við Sky Sports eftir leikinn við Fulham.
,,Fulham gerði okkur erfitt fyrir í dag. Þeir hafa í sínum reynslumikla leikmenn og það er erfitt að ná boltanum af þeim. En eins og í mörgum leikjum þá sýndum við þolinmæði. Við reyndum að keyra upp hraðann eins og mikið og við gátum en mikilvægast var að Rooney skildi skora strax í byrjun seinni hálfleiks. Það mark kveikti enn meira líf í okkar liði,“ sagði Ferguson en hans menn taka á móti Liverpool næsta sunndag.