Torres með tvö gegn Portsmouth

Alberto Aquilani skoraði eitt mark og lagði annað upp.
Alberto Aquilani skoraði eitt mark og lagði annað upp. Reuters

Li­verpool vann ör­ugg­an sig­ur á Ports­mouth, 4:1, í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á An­field í kvöld og lyfti sér þar með uppí fimmta  sæti deild­ar­inn­ar.

Li­verpool náði for­yst­unni á 26. mín­útu. Jamie Ashdown, markvörður, ætlaði að spyrna frá marki en Steven Gerr­ard stökk fyr­ir hann, fékk bolt­ann í sig og Fern­ando Tor­res sendi hann í tómt markið, 1:0.

Strax á 28. mín­útu komst Li­verpool í 2:0. Tor­res fékk bolt­ann vinstra meg­in í víta­teign­um og renndi út á Ryan Babel sem sendi hann í hægra hornið.

Og á 32. mín­útu var staðan orðin 3:0. Tor­res komst að enda­mörk­um vinstra meg­in og gaf hæl­send­ingu á Gerr­ard, sem ýtti bolt­an­um áfram á Al­berto Aquil­ani sem þrumaði hon­um í netið, 3:0.

Tor­res skoraði sitt annað mark á 77. mín­útu. Hann fékk bolt­ann frá Aquil­ani ut­ar­lega í víta­teign­um og þrumaði hon­um fram­hjá varn­ar­manni og í netið, 4:0.

Nadir Bel­hadj náði að koma Ports­mouth á blað á 88. mín­útu þegar hann skoraði af stuttu færi, 4:1.

Her­mann Hreiðars­son var í liði Ports­mouth en var skipt af velli á 76. mín­útu.

Li­verpool: Reina, Insua, John­son, Carrag­her, Ag­ger, Mascherano, Aquil­ani, Gerr­ard, Babel, Rodrigu­ez, Tor­res.
Vara­menn: Ca­valieri, Kyrgia­kos, Ngog, Benayoun, Kuyt, Lucas, Kelly.

Ports­mouth: Ashdown; Finn­an, Rocha, Wil­son, Her­mann; Diop, O'Hara, Brown; Dinda­ne, Bel­hadj; Piqui­onne.
Vara­menn: O'Brien, Mo­koena, Mull­ins, Hug­hes, Webber, Owusu-Abeyie, Kanu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert