Liverpool vann öruggan sigur á Portsmouth, 4:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í kvöld og lyfti sér þar með uppí fimmta sæti deildarinnar.
Liverpool náði forystunni á 26. mínútu. Jamie Ashdown, markvörður, ætlaði að spyrna frá marki en Steven Gerrard stökk fyrir hann, fékk boltann í sig og Fernando Torres sendi hann í tómt markið, 1:0.
Strax á 28. mínútu komst Liverpool í 2:0. Torres fékk boltann vinstra megin í vítateignum og renndi út á Ryan Babel sem sendi hann í hægra hornið.
Og á 32. mínútu var staðan orðin 3:0. Torres komst að endamörkum vinstra megin og gaf hælsendingu á Gerrard, sem ýtti boltanum áfram á Alberto Aquilani sem þrumaði honum í netið, 3:0.
Torres skoraði sitt annað mark á 77. mínútu. Hann fékk boltann frá Aquilani utarlega í vítateignum og þrumaði honum framhjá varnarmanni og í netið, 4:0.
Nadir Belhadj náði að koma Portsmouth á blað á 88. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi, 4:1.
Hermann Hreiðarsson var í liði Portsmouth en var skipt af velli á 76. mínútu.
Liverpool: Reina, Insua, Johnson, Carragher, Agger, Mascherano, Aquilani, Gerrard, Babel, Rodriguez, Torres.
Varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Ngog, Benayoun, Kuyt, Lucas, Kelly.
Portsmouth: Ashdown; Finnan, Rocha, Wilson, Hermann; Diop, O'Hara, Brown; Dindane, Belhadj; Piquionne.
Varamenn: O'Brien, Mokoena, Mullins, Hughes, Webber, Owusu-Abeyie, Kanu.