Gerard sleppur við leikbann

Steven Gerrard og Michael Brown eigast við á Anfield í …
Steven Gerrard og Michael Brown eigast við á Anfield í gærkvöld. Reuters

Stuðningsmenn Liverpool geta andað léttar því aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar ekkert að aðhafast vegna atviksins á Anfield í gærkvöld þegar Steven Gerrard setti olnbogann í hnakkann á Michael Brown með þeim afleiðingum að hann féll í grasið.

Gerrard verður því ekki úrskurðaður í leikbann og getur því leikið með Liverpool á sunnudaginn þegar liðið sækir erkifjendur sína í Manchester United heim á Old Trafford.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert