Hermann: Getum enn bjargað okkur

Hermann Hreiðarsson stefnir á sigur gegn Hull um helgina.
Hermann Hreiðarsson stefnir á sigur gegn Hull um helgina. Reuters

Hermann Hreiðarsson, sem á yfir höfði sér að falla í fimmta sinn úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segir að Portsmouth geti enn forðast fall, þrátt fyrir að 9 stig hafi verið dregin af liðinu vegna greiðslustöðvunar.

Portsmouth er þar með 17 stigum frá því að komast úr fallsæti, og á aðeins níu leiki eftir. Liðið þarf að vinna flesta þeirra til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.

„Við reiknuðum með þessari refsingu, það var smá von um að við slyppum við hana en svo varð ekki. Þar með er okkar verkefni orðið afar erfitt en við verðum bara að halda einbeitingu, gera allt sem við getum í hverjum leik fyrir sig og sjá hverju það skilar," sagði Hermann við Sky Sports í dag.

„Þetta kom okkur ekkert á óvart, þannig að áhrifin á liðsandann hjá okkur eru engin. Við munum leggja allt í sölurnar, sama hverjum við mætum. Við verðum að vinna alla, og byrjun á laugardaginn," sagði Hermann en þá leikur liðið gegn Hull, sem einnig er í fallsæti.

Þegar Hermann var spurður hvort enn væri mögulegt að forðast fall svaraði Eyjamaðurinn: „Við erum raunsæir menn og þetta er stórt verkefni, en jú, við getum enn bjargað okkur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert