Arsenal er komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á West Ham á Emirates Stadium í dag. Denilson og Cesc Fabregas gerðu mörkin fyrir Arsenal sem lék manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Vermaelen var vikið af velli. West Ham fékk í kjölfarið vítaspyrnu en Manuel Almunina varði spyrnu frá Diamandi.
Textalýsing frá leiknum:
82. MARK!! Cesc Fabregas er að tryggja Arsenal sigur og um leið toppsætið í deildinni. Spánverjinn skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur þegar hann vippaði boltanum í hendi Matthew Upsons.
77. Carlton Cole var nálægt því að jafna metin fyrir West Ham en skot framherjans fór í stöng og framhjá.
44.Rautt spjald!! Manuel Almunia markvörður Arsenal ver vítaspyrnu frá Diamanti. Vítið var dæmd á Vermaelen fyrir brot á Franco. Belginn er sendur af velli fyrir brotið og Arsenal leikur því manni færri allan seinni hálfleikinn.
35. Arsenal er með ágæt tök á leiknum en hefur ekki tekist að skapa sér nein marktækifæri að ráði og heldur ekki gestirnir.
5. MARK!! Brasilíumaðurinn Denilson er búinn að koma Arsenal yfir. Markið skoraði miðjumaðurinn með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu.
Arsenal: Almunia, Eboue, Campbell, Vermaelen, Clichy, Fabregas, Song, Denilson, Nasri, Bendtner, Arshavin. Varamenn: Fabianski, Diaby, Sagna, Rosicky, Eduardo, Walcott, Silvestre.
West Ham: Green,
Spector, Tomkins, Upson, Daprela, Diamanti, Kovac, Behrami, Stanislas,
Mido, Franco. Varamenn: Stech, Ilan, Cole, Noble, McCarthy, Ilunga, Spence.