Eiður opnaði markareikninginn með Tottenham - Grétar Rafn rekinn af velli

Eiður í baráttu við Abdoulaye Faye á Britannia í dag.
Eiður í baráttu við Abdoulaye Faye á Britannia í dag. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen opnaði markareikning sinn fyrir Tottenham þegar liðið sigraði Stoke, 2:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eiður, sem kom inná á 37. mínútu, skoraði fyrra markið eftir 20 sekúndur í seinni hálfleik og hann átti svo stóran þátt í sigurmarkinu sem Niko Kranjcar skoraði.

Eiður átti virkilegan góðan leik í seinni hálfleik en hann leysti Roman Pavlyuchenko af hólmi þegar Rússinn meiddist.

Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Portsmouth unnu sætan sigur á Hull 3:2, með því að skora tvö mörk á lokamínútunum.

Gréta Rafn Steinsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Bolton sem tapaði fyrir Everton, 2:0. Grétar var rekinn af velli fyrir að brjóta á Yakubu á 70. mínútu og úr aukaspyrnunni sem dæmd var skoraði Mikael Arteta fyrra mark Everton. 

Úrslitin í leikjum dagsins:

Stoke - Tottenham, 1:2 (leik lokið)

77. MARK!! Niko Krancjar kemur Tottenham yfir með þrumuskoti. Eiður Smári átti sinn þátt í markinu en hann gabbaði varnarmenn Stoke með því að láta boltann fara til Króatans sem skoraði af miklu öryggi.

69. Ricardo Fuller framherji Stoke fékk algjört dauðafæri en spyrnti boltanum yfir markið.

63. MARK!! Matthew Ethrington jafnar metin fyrir Stoke með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar brotið var á Dave Kitson.

60. Eiður var hársbreidd frá því að reka kollinn í boltan í dauðafæri eftir sendingu frá Corluka.

55. Eiður er búinn að vera mjög atkvæðamikill eftir markið sem hann skoraði. Hann hefur verið mikið í boltanum og er greinilegt að markið hefur gefið honum gríðarlegt sjálfstraust.

Mark Eiðs Smára var hans fyrsta fyrir Tottenham og fyrsta markið sem hann skorar í ensku úrvalsdeildinni í fjögur ár eða frá því hann lék með Chelsea.

49. Rautt spjald!! Dean Whitehead miðjumaður Stoke fær að líta sitt annað gula spjald og er sendur af velli. 

46. MARK!! Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að koma Tottenham yfir eftir 21 sekúndu. Hann fékk sendingu innfyrir vörnina frá Peter Crouch og Eiður sýndi mikið harðfylgi og skoraði með fötu vinstrifótarskoti upp í þaknetið.  

45. Frekar tilþrifalitlum fyrri hálfleik er lokið á Britannia vellinum í Stoke. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn en fá alvöru marktækifæri hafa litið dagsins ljós. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná á 37. mínútu en hefur lítið verið í boltanum.

35. Rússinn Pavlyuchenko skokkar haltrandi af velli og í hans stað kemur Eiður Smári Guðjohnsen.

25. Stoke hefur verið betri aðilinn fyrstu 25 mínútur leikins en færin hafa látið á sér standa á báða bóga.

Everton - Bolton, 2:0 (leik lokið)
Mikel Arteta 72., Steven Pieanaar 89.

70. Grétar Rafn fær að líta rauða spjaldið fyrir brot á Yakubu.

Grétar Rafn Steinsson er í liði Bolton.

Portsmouth - Hull, 3:2 (leik lokið)
Tommy Smith 37 (Hermann átti stoðsendinguna.). Jamie O'Hara 88., Kanu 90. - Caleb Folan 27, 73..
Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth

Sunderland - Birmingham, 3:1 (leik lokið)
Darren Bent 5.,11., Frazier Campbell 88. -Cameron Jerome 60.

Wigan - Burnley, 1:0 (leik lokið)
Hudo Rodallega 90.
Jóhannes Karl Guðjónsson er ekki í leikmannahópi Burnley

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert