Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham sagði eftir sigur sinna manna á Stoke í dag að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að halda Eiði Smára Guðjohnsen hjá félaginu en Eiður, sem er í láni frá Mónakó, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í dag.
Eiður skoraði markið eftir 20 sekúndna leik í seinni hálfleik og hann átti svo stóran þátt í sigurmarkinu sem Niko Krancjar skoraði en Eiður átti afar góðan leik í seinni hálfleik.
,,Ég vil halda honum hjá okkur á næstu leiktíð. Eiður er frábær leikmaður og er gríðarlega hæfileikaríkur. Á meðan Defoe er frá vegna meiðsla þá kemur hann til með að spila mikið,“ sagði Redknapp eftir leikinn.