Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham segist ekki þurfa að sanna neitt hjá Tottenham en eftir dvöl hjá franska liðinu Mónakó þar sem hlutirnir gengu ekki upp hjá honum var hann lánaður til Tottenham og skoraði sitt mark fyrir félagið um síðustu helgi.
,,Ef er litið er á minn feril þá er ég stoltur yfir því hvað mér hefur tekist að afreka. Ég held að ég að ég hafi alltaf verið þolinmóður leikmaður. Ég hef bara reynt að grípa tækifærið þegar þau koma og mér finnst ég ekki þurfa að sanna neitt. Fólk sem hefur fylgst með ferli mínum veit hvaða hæfileika ég hef og hvað ég er fær um að gera,“ sagði Eiður í viðtali við enska fjölmiðla í dag en líklegt er að hann verði í byrjunarliði Tottenham sem tekur á móti Fulham í ensku bikarkeppninni annað kvöld.
,,Ég fór frá Chelsea til Barcelona og þó svo að ég hafi ekki spilað alla leiki þar þá náði ég að spila yfir 100 leiki með liðinu. Ég held að ég hafi
bætt mig og öðlast enn meiri reynslu. Ég nýt hverrar einustu æfingu hjá Tottenham. Fólk ræðir um veðrið í Mónakó og veðrið á Spáni en mér er alveg sama. Þetta snýst bara um fótbolta og að vera ánægður það sem þú gerir. Mér finnst ég vera á lífi síðan ég kom aftur til Englands.“