Eiður Smári Guðjohnsen innsiglaði sigur Tottenham þegar liðið sigraði Fulham, 3:1, í endurteknum leik í átta liða úrslitunum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Eiður, sem lék allan tímann, skoraði þriðja mark Tottenham, sem mætir Portsmouth í undanúrslitum á Wembley í næsta mánuði.
Bikarkeppnin:
Tottenham - Fulham, 3:1
90. Leik lokið með sigri Tottenham, 3:1.
66. MARK!! Eiður Smári skorar þriðja mark Tottenham. Hann hóf sókina og lauk henni á með því að skora af miklu harðfylgi. Annað mark Eiðs í jafnmörgum leikjum.
60. MARK!! Roman Pavlyuchenko var ekki lengi að stimpla sig en Rússinn skoraði með viðstöðulausu skoti eftir góða sendingu frá Bentley.
53. Corluka verður að hætta leik vegna meiðsla og inná í hans sað er kominn Rússinn Roman Pavlyuchenko. Þar með er ljóst að Eiður spilar allan leikinn þar sem Redknapp er búinn að nota alla skiptimennina. Eiður er settur á miðjuna.
47.MARK!! Varamaðurinn David Bentley jafnar fyrir Tottenham. Aukaspyrna hans utan að kanti sigldi í gegnum allann pakkann og í netinu endaði hann. Áhöld eru uppi hvort Vedran Corluka hafði náð að snerta boltann með kollinum.
46. Harry Redknapp gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleiknum. David Bentley og Tom Huddlestone eru komnir inná Niko Kranjcar og Assou Akoto.
43. Bobby Zamora skallar yfir mark Tottenham úr ágætu færi. Vörn heimamanna hefur ekki verið mjög sannfærandi.
26. Eiður Smári með góð tilþrif en hann átti hælspyrnu sem Mark Schwarzer varði vel.
18. MARK!! Bobby Zamora er búinn að koma gestunum yfir á White Hart Lane. Hann fékk góða stungusendingu frá Damien Duff og skoraði með hnitmiðuðu vinstrifótarskoti.
Eiður Smári er í byrjunarliði Tottenham
Úrvalsdeildin:
Portsmouth - Chelsea, 0:5 (leik lokið)
- Didier Drogba 32., 77., Florent Malouda 50., 60., Frank Lampard 90.
Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth.
Man City - Everton, 0:2 (leik lokið)
- Tim Cahill 33., Mikel Arteta 85.
Aston Villa - Sunderland, 1:1 (leik lokið)
John Carew 30. - Frazier Campbell 22.
Blackburn - Birmingham, 2:1(leik lokið)
David Dunn 5., 67 - James McFadden 55.