Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading 2:1 útisigur á Leicester í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Gylfi Þór skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en hann hafði áður lagt upp fyrra mark sinna manna sem Kebe skoraði.
Gylfi lék allan tímann og Brynjar Björn Gunnarsson lék síðasta hálftímann. Ívar Ingimarsson lék ekki vegna meiðsla og Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í hópnum. Þetta var 9. sigur Reading í síðustu 11 leikjum.
Aron Einar Gunnarsson kom ekkert við sögu hjá Coventry sem tapaði fyrir WBA, 1:0.
Heiðar Helguson lék allan tímann fyrir Watford sem tapaði fyrir Sheffield Wednesday, 2:1.