Lampard með fjögur í 7:1 sigri Chelsea

Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth. Reuters

Frank Lampard og félagar í Chelsea fóru á kostum gegn Aston Villa og unnu 7:1 og gerði Lampard fjögur mörk. Arsenal tapaði dýrmætum stigum gegn Birmingham og á White Hart Lane var Hermann Hreiðarsson borinn meiddur af velli.

Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson voru báðir í byrjunarliði í dag þegar þeir mættust í viðureign Tottenham og Portsmouth á White Hart Lane. Eiður Smári var tekinn af velli á 79. mínútu og Hermann fór meiddur af velli á 52. mínútu.

Sex leikir hófust í deildinni núna klukkan 15:00 og var fylgst með gangi mála hér á mbl.is:

Tottenham - Portsmouth 2:0
1:0
(27.) Peter Crouch skorar með skalla af stuttu færi.
2:0 (41.) Niko Kranjcar kemur Spurs í 2:0
52. Hermann Hreiðarsson er borinn meiddur af velli. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Birmingham - Arsenal 0:1
0:1
(81.) Samir Nasri kemur Lundúnaliðinu yfir. Mikilvægt mark þvi Arsenal má illa við að missa stig í toppbaráttunni.
1:1 (90.) Kevin Phillips tryggir heimamönnum eitt stig.

Chelsea - Aston Villa 7:1
1:0 (15.) Frank Lampard skorar eftir fyrirgjöf frá vinstri sem fór í gegnum markteiginn og Lampard náði að renna sér á boltann og skora.
1:1 (29.) Norðmaðurinn John Carew jafnar metin fyrir gestina.
2:1 (45.) Lampard gerir sitt annað mar og það 19. í vetur. Hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem Chelsea fékk.
3:1 (58.) Florent Malouda skorar með fínu skoti úr miðjum teig eftir góða sókn.
4:1 (62.) Lampard með þriðja mark sitt!! Skorar af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir brot á Yuri Zhirkov, líkt og í fyrra vítinu.
5:1 (68.) Malouda skorar sitt annað mark með skoti vinstra megin úr  teignum eftir flotta sókn.
6:1 (82.) Salomon Kalou skorar eftir fínan undirbúning Anelka og leikmenn Chelsea fara á kostum.
7:1 (91.) Lampard með fjórða mark sitt, fínt skot úr miðjum teig eftir þunga sókn.

West Ham - Stoke 0:1
0:1
(69.) Ricardo Fuller eykur enn á raunir West Ham.

Wolves - Everton 0:0

Hull - Fulham 2:0
1:0 (16.) Jimmy Bullard skorar úr vítaspyrnu
2:0 (48.) Craig Fagan kemur Hull í vænlega stöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert