Carlos Tévez skoraði öll þrjú mörk Manchester City þegar liðið vann sigur, 3:0, á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Borgarleikvanginum í Manchester í kvöld.
Gary Caldwell hjá Wigan fékk rauða spjaldið á 56. mínútu.
Carlos Tévez skoraði fyrir City, 1:0, á 72. mínútu og aftur, 2:0, á 74. mínútu. Argentínumaðurinn fullkomnaði svo þrennuna og innsiglaði sigur City með sínu þriðja marki á 84. mínútu.
Manchester City er í 5. sæti með 56 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham. Wigan er áfram í 16. sæti með 31 stig, fjórum stigum á undan tveimur næstu liðum, West Ham og Hull.
Man City: Given, Zabaleta, Toure, Kompany, Garrido, Wright-Phillips, Vieira, De Jong, Adam Johnson, Tévez, Adebayor.
Varamenn: Taylor, Richards, Onuoha, Santa Cruz, Sylvinho, Barry, Bellamy.
Wigan: Stojkovic, Melchiot, Caldwell, Bramble, Figueroa, McCarthy, Diame, Thomas, Scharner, Rodallega, Moreno.
Varamenn: Gohouri, Scotland, Moses, Pollitt, N'Zogbia, Gomez, Sinclair.