Louis van Gaal þjálfari Bayern München segir að lið sitt óttist hvorki Manchester United né Wayne Rooney en Bæjarar taka á móti Englandsmeisturum Manchester United í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.
,,Wayne Rooney er frábær fótboltamaður og hann mjög ungur. Það er erfitt að spila gegn honum en ég hef aldrei óttast neinn leikmann og leikmenn mínir óttast hann ekkert. Við vitum hversu virði hann er en ég held að okkar lið geti tekist á við Rooney eins og hvern annan leikmann,“ sagði van Gaal við fréttamenn í dag.
,,Það eru leikmenn í okkar liði sem hafa frábæra hæfileika en ég held að Alex Ferguson né leikmenn hans óttist okkur,“ sagði van Gaal sem vonast til að sínir menn leiki sama leik og árið 2001 en þá slógu þeir United út í átta liða úrslitunum og fóru alla leið í keppninni.
,,Þetta er stórleikur fyrir okkur. Við fáum tækifæri til að sýna Evrópu hversu virði við erum. Við höfum þegar sýnt það á móti Juventus og Fiorentina en á morgun mætum við einu af besta liði Evrópu. Það er mikil áskorun fyrir okkur.“