Mónakó vill fá Eið Smára til baka

Eiður Smári.
Eiður Smári. Reuters

Talsmaður franska knattspyrnuliðsins Mónakó segir að Eiður Smári Guðjohnsen snúi til baka til félagsins þegar lánssamningurinn við Tottenham rennur út eftir tímabilið.

Frá þessu er greint í enska blaðinu Daily Mail í dag en um helgina birtust fréttir þess efnis að ákvæði væru í samningi Eiðs að möguleiki væri á að framlengja dvöl hans hjá Tottenham.

,,Við erum mjög sáttir við að Eiður sé ánægður á Englandi en við reiknum með honum til baka, við viljum fá hann.  Mónakó hefur ekki áhuga á viðræðum um varanlegan samning og mun hunsa öll tilboð. Framtíð hans er hér,“ segir talsmaður Mónakó við Daily Mail.

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham er mjög ánægður með Eið Smára og vill halda honum hjá félaginu og þá hefur Eiður lýst yfir ánægju sinni í herbúðum Lundúnaliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka