Olic tryggði Bayern sigur á síðustu sekúndu

Wayne Rooney og Nemanja Vidic fagna eftir að Rooney skoraði …
Wayne Rooney og Nemanja Vidic fagna eftir að Rooney skoraði í byrjun leiks í kvöld. Reuters

Bayern München vann dramatískan sigur á Manchester United, 2:1, í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Ivica Olic skoraði með nánast síðustu spyrnu leiksins. Lyon vann Bordeaux, 3:1, í leik frönsku liðanna.

Þetta voru fyrri leikir liðanna og Bayern fer nú með eins marks forskot í seinni leikinn á Old Trafford í næstu viku.

90. mín. Þegar tvær mínútur eru komnar framyfir leiktímann hirðir Ivica Olic boltann af varnarmönnum United, sleppur innfyrir vörnina og skorar fyrir Bayern af stuttu færi, 2:1. Man. Utd byrjar á miðju og leikurinn er flautaður af. Ótrúleg dramatík. Nánast um leið er flautað af í Lyon þar sem heimamenn sigra Bordeaux, 3:1. Til að bæta gráu ofan á svart meiðist Wayne Rooney nokkrum andartökum áður en Bayern skorar og er studdur af velli í lokin.

90. mín. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma ver Edwin van Der sar nánast með fingurgómunum frá Gomez úr dauðafæri.

83. mín. Nemanja Vidic með hörkuskalla í þverslána á marki Manchester United, eftir hornspyrnu frá Ryan Giggs.

77. mín. Lisandro Lopez styrkir stöðu Lyon í uppgjöri frönsku liðanna og kemur sínum mönnum í 3:1 gegn Bordeaux, úr vítaspyrnu.

77. mín. Bayern jafnar metin. Dæmd aukaspyrna á Gary Neville fyrir að slæma hönd í boltann rétt utan vítateigs. Franck Ribéry tekur spyrnuna og skorar með skoti í varnarvegginn, reyndar í Wayne Rooney, og boltinn breytir stefnu af honum í netið, 1:1.

45. mín. Flautað til leiks í báðum leikjum. Manchester United er yfir í München, 1:0, og Lyon er með forystu gegn Bordeaux, 2:1.

31. mín. Lyon nær forystunni á ný, Michel Bastos skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá Miralem Pjanic, 2:1.

13. mín. Bordeaux var ekki lengi að jafna metin í Lyon. Marouane Chamakh skoraði með hörkuskalla, 1:1.

9. mín. Lyon tekur forystuna í viðureign frönsku liðanna gegn Bordeaux. Lisandro Lopez skoraði eftir mikil mistök í vörn Bordeaux, 1:0.

2. mín. Manchester United var ekki lengi að ná undirtökunum í München. Wayne Rooney skoraði strax eftir 64 sekúndur. Nani tók aukaspyrnu frá hægri, varnarmaður Bayern rann til og Rooney var ekki í vandræðum með að skora með viðstöðulausu skoti af markteig, 0:1. Dýrmætt mark á útivelli hjá ensku meisturunum og Rooney kominn með 34 mörk á tímabilinu.

Liðin eru þannig skipuð:

Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Badstuber, Altintop, Van Bommel, Pranjic, Ribéry, Muller, Olic.
Varamenn: Rensing, Gorlitz, Klose, Contento, Alaba, Gomez, Tymoschuk.

Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Carrick, Scholes, Nani, Park, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Giggs, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Valencia, Gibson.

Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Bodmer, Cissokho, Makoun, Toulalan, Delgado, Pjanic, Michel Bastos, Lopez.
Varamenn: Vercoutre, Boumsong, Kallstrom, Ederson, Govou, Gomis, Gonalons.

Bordeaux: Carrasso, Chalme, Sane, Ciani, Tremoulinas, Gouffran, Plasil, Menegazzo, Wendell, Gourcuff, Chamakh.
Varamenn: Rame, Henrique, Jurietti, Cavenaghi, Jussie, Bellion, Placente.

Ivica Olic hjá Bayern og Darren Fletcher hjá Man.Utd í …
Ivica Olic hjá Bayern og Darren Fletcher hjá Man.Utd í baráttu um boltann í leiknum í München. Reuters
Marouane Chamakh skorar fyrir Bordeaux og jafnar gegn Lyon, 1:1.
Marouane Chamakh skorar fyrir Bordeaux og jafnar gegn Lyon, 1:1. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert