Toppliðin eiga erfiða leiki eftir

John Terry skorar fyrir Chelsea gegn Man.Utd í fyrri leik …
John Terry skorar fyrir Chelsea gegn Man.Utd í fyrri leik liðanna í vetur. Reuters

Það fer ekki á milli mála að úrslitin í viðureign Manchester United og Chelsea á Old Trafford í hádeginu á morgun ráða miklu um hvort liðið verður enskur meistari í ár. En hvernig sem fer eiga bæði lið erfitt prógramm eftir.

Manchester United er með 72 stig, Chelsea 71 og Arsenal 68 þegar öll liðin eiga sex leikjum ólokið.

United getur náð fjögurra stiga forystu, með sigri á Chelsea, sem aftur á móti myndi komast tveimur stigum framúr meisturunum með því að vinna leikinn.

Arsenal virðist ekki eiga mikla möguleika á að skáka hinum tveimur héðan af, sérstaklega eftir öll þau skakkaföll sem liðið hefur orðið fyrir. Takist hinsvegar Arsenal að vinna Wolves á morgun og jafntefli yrði á Old Trafford væri enn ekki hægt að afskrifa strákana hans Wengers.

Leikirnir sem liðin eiga eftir:

33. umferð:
3.4. Man.Utd - Chelsea (11.45)
3.4. Arsenal - Wolves (14.00)

34. umferð:
11.4. Blackburn - Man.Utd
13.4. Chelsea - Bolton
14.4. Tottenham - Arsenal

35. umferð:
17.4. Man.City - Man.Utd
17.4. Tottenham - Chelsea
18.4. Wigan - Arsenal

36. umferð:
24.4. Arsenal - Man.City
24.4. Man.Utd - Tottenham
25.4. Chelsea - Stoke

37. umferð:
1.5. Sunderland - Man.Utd
1.5. Liverpool - Chelsea
1.5. Blackburn - Arsenal

38. umferð:
9.5. Arsenal - Fulham
9.5. Chelsea - Wigan
9.5. Man.Utd - Stoke

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert