Argentínski snillingurinn Lionel Messi skaut Evrópumeisturum Barcelona áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið sigraði Arsenal, 4:1, í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Camp Nou í kvöld og samanlagt, 6:3.
Messi bauð upp á töfrabrögð á Nývangi og skoraði öll fjögur mörk Börsunga eftir að Nicklas Bendtner hafði náð forystu fyrir Arsenal.
Markið hjá Bendtner, smellið HÉR
Annað markið hjá Messi, smellið HÉR
Þriðja markið hjá Messi, smellið HÉR
Fjórða mark hjá Messi, smellið HÉR
90. Leik lokið. Barcelona sigraði, 4:1, og mætir Inter í undanúrslitum.
87. MARK!! Messssssssssii. Argentínumaðurinn á sviðið og er að skora sitt fjórða mark með skoti á milli fóta Almunia. Staðan, Messi 4 Arsenal 1.
Börsungar hafa hægt á ferðinni og eru líklega komnir með hugann við leikinn gegn Real Madrid sem fram fer Santiago Bernabéu vellinum í Madrid á laugardagskvöldið. Arsenal þarf að skora tvö mörk á þeim 12 mínútum sem eftir eru til að komast áfram í undanúrslitin.
66. Síðari hálfleikur er hálfnaður og staðan er sú sama, 3:1. Arsenal menn hafa aðeins sótt í sig veðrið síðustu mínúturnar en hafa ekki náð að skapa sér nein umtalsverð færi.
41. MARK!! Messi fullkomnar þrennu sína. Hann slapp innfyrir vörn Arsenal og vippaði boltanum glæsilega yfir Almunia. Argentínumaðurinn frábæri hefur þar með skorað fjórar þrennur fyrir Börsunga á þessu ári. Barcelona er nú 5:3 yfir í einvíginu og fátt sem bendir til annars en að Evrópumeistararnir séu á leið í undanúrslitin.
36. MARK!! Messi er aftur á skotskónum fyrir Evrópumeistarana. Hann fékk boltann eftir frákast í teignum og skoraði af miklu öryggi.
20. MARK!! Linonel Messi jafnar metin fyrir Barcelona með glæsilegu marki. Argentínski töframaðurinn þrumaði knettinum efst í markhornið með skoti rétt utan vítateigs. Staðan er því jöfn, samanlagt, 3:3, en Barcelona færi áfram ef leikurinn endaði svona.
18.MARK!! Arsenal er komið yfir á Camp Nou. Nicklas Bendtner skoraði markið eftir skyndisókn. Theo Walcott komst einn í gegn eftir að rangstöðugildra Börsunga bilaði. Í stað þess að skjóta á markið renndi Walcott boltanum á Bendtner sem var nálægt því að klúðra færinu en tóskt með harðfylgi að koma boltanum rétta boðleið.
15. Arsenal hefur átt í vök að verjast fyrsta stundarfjórðunginn. Börsungar hafa verið í sókn meira og minna frá því leikurinn var flautaður á.
Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.
Arsenal: Almunia, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.