Rooney gat ekki æft í morgun

Wayne Rooney studdur af velli í leikslok gegn Bayern síðasta …
Wayne Rooney studdur af velli í leikslok gegn Bayern síðasta þriðjudag. Reuters

Veikar vonir um að Wayne Roony yrði leikfær fyrir leik Manchester United gegn Bayern München annað kvöld virðast að engu orðnar eftir að hann gat ekki æft með liði United í morgun.

Rooney tognaði á ökkla í fyrri leik liðanna í München í síðustu viku en Bayern sigraði þar, 2:1, og er því með undirtökin í baráttunni um sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Rooneys var sárt saknað úr framlínu United á laugardaginn þegar liðið tapaði, 1:2, fyrir Chelsea í toppslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Talið var að hann yrði frá í 2-3 vikur en síðustu tvo daga hafa verið uppi fregnir um að líkur væru á að Rooney gæti þrátt fyrir allt spilað gegn Bayern annað kvöld þar sem bati hans væri framar vonum.

Lið United æfði á Carrington, æfingasvæði félagsins í Manchester, í morgun en Rooney var ekki með. Hinsvegar var varnarmaðurinn John O'Shea mættur og kominn á nokkra ferð en hann hefur verið frá keppni í fimm mánuði vegna meiðsla og talið var að hann léki ekki meira á þessu tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert