Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 3:2 tap gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. Liðin skildu jöfn samanlagt, 4:4, og fara Bæjarar áfram á útimarkareglunni en United komst í 3:0 í fyrri hálfleik. Bayern mætir Lyon í undanúrslitunum sem tapaði fyrir Bordeaux, 1:0, en vann einvígið, 3:2.
Markið hjá Gibson, smellið HÉR
Annað markið hjá Nani, smellið HÉR
Markið hjá Robben, smellið HÉR
Man Utd - Bayern München, 3:2 (4:4)
90. Leik lokið, 3:2.
75. MARK!! Arjen Robben minnkar muninn fyrir Bayern með viðstöðulausu skoti eftir hornspyrnu. Verði þetta úrslitin fer Bayern áfram á útimarkareglunni.
55. Rooney er kallaður af velli og John O'Shea leysir hann af hólmi. Írinn stóði og stæðilegi hefur verið lengi frá eða í fimm mánuði.
50. Rautt spjald!! Rafael fær að líta sitt annað gula spjald og United leikur manni færri síðustu 40 mínútur leiksins.
43. MARK!! Olic minnkar muninn fyrir Bæjara eftir mikið harðfylgi og gefur Bæjurum líflínu. Þeir þurfa nú aðeins eitt mark til að slá United út.
41. MARK!! Nani kemur United í 3:0 með glæsilegu skoti eftir góðan undirbúning frá Valencia.
39. Fyrsta færi Bayern. Olic komst í gott færi en missti boltann aðeins of langt frá sér og Van der Sar bjargaði með góðu úthlaupi.
35. Bakvörðurinn Rafael komst í upplagt færi en skot Brasilíumannsins var ekki nógu gott og fór framhjá markinu.
25. Wayne Rooney hefur haltrað síðustu mínútur eftir að hafa fengið slink á fótinn. Spurning hvort hann verður ekki tekinn af velli fljótlega.
20. Bæjarar eru steini losnir eftir þessa rosalegu byrjun Manchester United og þeir komast ekkert áleiðis gegn afar grimmum liðsmönnum United.
7. MARK!! Nani skorar með hælspyrnu af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Antonio Valencia. Ótrúleg byrjun ensku meistaranna.
3. MARK!! Darron Gibson, sem er óvænt í byrjunrliði Manchester United, er búinn að koma United í 1:0 á Old Trafford. Gibson skoraði með föstu skoti utan vítateigsins sem Butt markvörður Bayern hefði átt að geta varið. Verði þetta úrslitin kemst United áfram í undanúrslitin.
Bordeaux - Lyon, 1:0 (2:3)
45. MARK!! Heimamenn eru komnir yfir með marki frá Marouane Chamakh en rétt áður áttu þeir skot í þverslánna.
Heimamenn í Bordeaux hafa ráðið ferðinni fyrsta hálftímann en staðan er enn markalaus.