UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur staðfest að ekki verið gripið til neinna refsinga til handa Alex Ferguson eftir ummæli hans í garð Þjóðverja eftir leik Manchester United og Bayern München í gærkvöld.
Ferguson sagði þá m.a. að leikmenn Bayern hefðu sýnt óíþróttamannslega framkomu með því að krefjast þess af dómaranum að hann ræki Rafael af velli í byrjun síðari hálfleiks. Franck Riberý fór þar fremstur í flokki eins og í nokkur önnur skipti í leiknum.
„Dæmigerðir Þjóðverjar," sagði Ferguson m.a. og þau orð fóru að vonum fyrir brjóstið á mörgum. UEFA metur þau hinsvegar ekki svo alvarleg að refsa þurfi knattspyrnustjóra Manchester United fyrir þau.