Ancelotti: Ekki gott að United féll úr Meistaradeildinni

Carlo Ancelotti stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti stjóri Chelsea. Reuters

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea telur að fall Manchester United út úr Meistaradeildinni í vikunni gefi United færi á að sækja fast að sínu liði í baráttunni um enska meistaratitilinn. Chelsea, Manchester United og Arsenal slást um að hampa titlinum eftirsótta þegar fimm umferðum er ólokið í deildinni.

Chelsea lagði United á Old Trafford fyrir viku síðan og komst í efsta sæti deildarinnar en United getur endurheimt það á morgun með sigri á móti Blackburn þar sem Chelsea leikur í dag í bikarnum á móti Aston Villa.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert