Frækinn sigur hjá Portsmouth (myndband)

Fredrique Piquionne er hér að skora mark Portsmouth og koma …
Fredrique Piquionne er hér að skora mark Portsmouth og koma því í 1:0. Reuters

Portsmouth leikur til úrslita gegn Chelsea á Wembley þann 15. maí eftir frækinn sigur á Tottenham í undanúrslitum á Wembley í dag. Staðan var, 0:0, eftir venjulegan leiktíma en baráttuglaðir liðsmenn Portsmouth, sem féll úr úrvalsdeildinni í gær, skoraði tvö mörk í framlengingunni.

Markið hjá Frederic Piquionne, smellið HÉR

Markið hjá Kevin Prince Boateng, smellið HÉR

120. Leiknum lokið með 2:0 sigri Portsmouth. Hermann Hreiðarsson er mættur út á völlinn á hækjunum og tekur þátt í fagnaðarlátunum með samherjum sínum.

115. MARK!! Kevin Prince Boateng er að skjóta Portsmouth í úrslitaleikinn. Hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var á Wilson Palacious þegar hann braut á Dindane.

102. Eiður Smári er kominn inná fyrir Tom Huddlestone.

101. Crouch kemur boltanum í markið en Wiley dæmdi það af. Líklega rangur dómur.

99. MARK!! Frederic Piquionne er búinn að koma Portsmouth yfir á Wembley. Eftir aukspyrnu á miðjum vallarhelmingi Tottenham skrikaði Michael Dawson fóturinn og Piquionne var fljótur að nýta sér það og skoraði af stuttu færi.

90. Alan Wiley flautar til leiksloka. Framlengja þarf leikinn um 2x15 mínútur. Eiður Smár situr enn á bekknum en Redknapp á eina skiptingu eftir.

89. David James markvörður Portsmouth kom sínum mönnum til bjargar þegar hann varði vel skot frá Crouch úr góðu færi.

66. Peter Crouch skallaði framhjá markinu af stuttu færi eftir hornspyrnu. Tottenham hefur sótt í sig veðrið síðustu mínúturnar.

59. Skipting hjá Tottenham. Rússinn Pavlyuchenko leysir Deofe að Jermain Deofe að velli. Rússinn hefur skorað 9 mörk í síðustu 10 leikjum.

56. Piquionne var í góðu færi eftir fyrirfjöf frá Dindane en kollspyrna hans fór beint á Gomes. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem ætla að selja sig dýrt en suðurstrandarliðið féll úr úrvalsdeildinni í gær þegar West Ham lagði Sunderland.

45. Hálfleikur á Wembley. Staðan er, 0:0, í nokkuð fjörugum leik.

36. Piquionne komst í dauðafæri og hefði átt að koma Portsmouth yfir en skot hans var ekki nógu gott og Gomes varði með fætinum.

30. Tottenham hefur ráðið ferðinni en hefur ekki tekist að opna vel skipulagða vörn Portsmouth sem liggur aftarlega á vellinum og beitir skyndisóknum.


Tom Huddlestone og Ricardo Rocha í baráttunni á Wembley í …
Tom Huddlestone og Ricardo Rocha í baráttunni á Wembley í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert