Möguleikar Liverpool á að ná Meistaradeildarsæti dvínuðu mjög í dag þegar liðið gerði aðeins markalaust jafntefli við Fulham á heimavelli sínum. Liverpool réð ferðinni allan tímann en náði ekki að finna leið framhjá Mark Schwarzer góðum markverði Fulham sem varði oft frábærlega. Liverpool er áfram í sjötta sæti, er þremur stigum á eftir Manchester City sem er í fjórða sætinu en City er að vinna Birmingham.
Liverpool - Fulham, 0:0 (leik lokið)
60. Liverpool hefur sótt án afláts fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik og leikurinn fer fram í við vítateig Fulham.
45. Hálfleikur á Anfield. Staðan er, 0:0. Skildi þetta verði þriðji markalausi leikurinn í dag en Wolves og Stoke gerðu markalaust jafntefli sem og Blackburn og Manchester United.
30. Liverpool, án Fernando Torres, hefur ráðið ferðinni en baráttuglaðir leikmenn Fulham hafa varist vel og staðan er enn markalaus. Mark Schwarzer markvörður Fulham hefur haft nóg að gera og hefur staðið afar vel á milli stanganna.
Liverpool: Reina, Johnson, Kyrgiakos, Carragher, Agger, Aquilani, Mascherano, Maxi, Gerrard, Babel, Ngog. Varamenn: Cavalieri, Benayoun, Kuyt, Lucas, Degen, Ayala, Pacheco
Fulham: Schwarzer, Baird, Hangeland, Hughes, Konchesky, Greening, Murphy, Etuhu, Duff, Nevland, Zamora. Varamenn: Zuberbuhler, Kelly, Shorey, Okaka, Riise, Smalling, Dikgacoi.