Ronaldo: Held að Rooney vilji ekki koma

Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney fagna marki með Manchester United.
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney fagna marki með Manchester United. Reuters

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segist telja víst að Wayne Rooney, fyrrum félagi sinn hjá Manchester United, hafi lítinn áhuga á að koma til Spánar til að spila með Madrídarliðinu.

Real keypti Ronaldo af Manchester United síðasta sumar og samkvæmt fregnum að undanförnu er spænska stórveldið að undirbúa tilboð í Rooney og ætlar auk þess að krækja í Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands.

„Ég er enn góður vinur þeirra Wayne Rooney, Rio Ferdinand og Nemanja Vidic hjá Manchester United. Ég held að Rooney sé afar ánægður í Manchester og jafnvel þó Real Madrid reyni að kaupa hann, held ég að hann vilji ekki koma hingað," sagði Ronaldo í viðtali við enska blaðið News of the World í dag, og þar kom fram að hann og Rooney væru reglulega í sambandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert