Bresku götublöðin slá því upp í dag að Jose Mourinho þjálfari Ítalíumeistara Inter muni taka við af Sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir næsta tímabil.
Breska blaðið Daily Star segir að forráðamenn United hafi tryggt sér þjónustu Mourinho en eftir næstu leiktíð hefur Alex Ferguson verið við stjórnvölinn hjá Manchester United í 25 ár.
Ferguson, sem verður 69 ára gamall í desember, tók við stjórastöðunni hjá United í nóvember 1986 og undir hans stjórn hefur liðið 11 sinnum hampað enska meistaratitlinum og tvívegis Evrópumeistaratitlinum auk fjölda annarra titla.