Parker hetja West Ham - Aðeins kraftaverk getur bjargað Hull

Scott Parker miðjumaður West Ham.
Scott Parker miðjumaður West Ham. Reuters

Scott Parker var hetja West Ham þegar liðið sigraði Wigan, 3:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og með sigrinum fór West Ham langt með að tryggja sæti sitt í deildinni. Hull tapaði á heimavelli fyrir Sunderland og þar er Hull fallið úr úrvalsdeildinni ásamt Portsmouth.

Parker skorað sigurmarkið með glæsilegu skoti stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hin tvö mörk liðsins gerðu Ilan og Radoslav Kovac. Joonathan Spector, sjálfsmark, og  Hugo Rodallega gerðu mörkin fyrr Wigan.

Darren Bent skoraði eina markið þegar Sunderland lagði Wigan á KC vellinum í Hull. Þar með getur ekkert bjargað því að Hull falli úr deildinni þar sem markatala liðsins er það slæm.

Bolton og Portsmouth skildu jöfn, 2:2. Bolton komst í 2:0 með mörkum frá Ivan Klasnic og Kevin Davies en Arone Dindane jafnaði metin fyrir Portsmouth með tveimur mörkum. Grétar Rafn Steinsson var í liði Bolton.

Wolves og Blackburn skildu jöfn, 1:1. Ryan Nelsen kom Blackburn yfir en Ebanks-Blake jafnaði fyrir heimamenn.


 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert