Steindautt jafntefli hjá Arsenal og City

Sol Campbell og Carlos Tévez berjast um boltann á Emirates …
Sol Campbell og Carlos Tévez berjast um boltann á Emirates Stadium í dag. Reuters

Arsenal og Manchester City gerðu markalaust jafntefli í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar en leik liðanna var að ljúka á Emirates. Leikurinn stóð engan veginn undir væntingum og var hann fremur tilþrifalítill og fátt um fína drætti.

Arsenal er með 72 stig í þriðja sæti, er fimm stigum á eftir Chelsea. Manchester City mistókst að ná fjórða sætinu en liðið er í fimmta sæti, stigi á eftir Tottenham.

90. Átta mínútum er bætt við leiktímann og það tilkomið vegna meiðsla Shay Given. Það stefnir í markalaust jafntefli en Arsenal hefur verið liða iðnast við að skora í uppbótartíma og ekki síst Daninn Nicklas Bendtner.

70. Varamaðurinn Eboe var nálægt því að koma Arsenal yfir en Shay Given sá við honum og tókst að slá boltann framhjá markinu. Given liggur sárþjáður eftir. Hann hefur greinilega meiðst illa á öxl og er borinn af velli. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen leysir Írann af hólmi og frændi vor er að leika sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.

65. Allt er við það sama. Það er enn markakaust en Emmanuel Adebayor er kominn inná í liði City en hann kom inná fyrir Patrick Vieira. Báðir léku þeir með Arsenal.

45. Hálfleikur á Emirates, 0:0, í afar tíðindalitlum leik. Fátt hefur fína drætti hjá og vonandi eru liðin að spara sig fyrir seinni hálfleikinn.

20. Það er markalaust á Emirates í frekar tíðindalitlum leik. Liðin sækja á víxl en engin marktækifæri hafa litið dagsins ljós enn sem komið er.

Arsenal: Fabianski, Sagna, Campbell, Silvestre, Clichy, Song, Diaby, Walcott, Nasri, Rosicky, van Persie.
Varamenn: Mannone, Eduardo, Vela, Eboue, Traore, Eastmond, Bendtner.


Man City: Given, Zabaleta, Toure, Kompany, Bridge, De Jong, Vieira, Barry, Adam Johnson, Bellamy, Tevez.
Varamenn: Nielsen, Richards, Onuoha, Ireland, Wright-Phillips, Santa Cruz, Adebayor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert