Væntanlegur kaupandi Liverpool vill halda Benítez

Leikenn Liverpool á æfingu.
Leikenn Liverpool á æfingu. Reuters

Kínverski kaupsýslumaðurinn Kenneth Huang segist vera í viðræðum við Liverpool um laup á félaginu og vill hann halda Rafael Benítez sem knattspyrnustjóra liðsins verði að kaupum hans á félaginu.

Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett greindu frá því fyrr í þessum mánuði að þeir vildu selja félagið en mikil óánægja hefur verið með störf þeirra að hálfu stuðningsmanna liðsins.

,,Viðræður hafa átt sér stað síðustu mánuðina og þær eru á viðkvæmu stigi. Ég vil að Liverpool vinni Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina og að mínu áliti er Benítez góður þjálfari,“ segir Huang í viðtali við enska blaðið Sunday Mirror.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert