Benítez: Engin góðvild gegn Chelsea

Rafael Benítez knattspyrnusjóri Liverpool á æfingasvæði liðsins.
Rafael Benítez knattspyrnusjóri Liverpool á æfingasvæði liðsins. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool mun nálgast leikinn á móti Chelsea á Anfield á sunnudaginn með því hugarfari að vinna og halda möguleiknum opnum að ná fjórða sætinu í deildinni þrátt fyrir að með sigri þá gæfi það Manchester United forskot í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

,,Við vitum að möguleikinn er enn til staðar að ná fjórða sætinu svo við verðum að berjast áfram og vinna tvo síðustu leikina. Við þurfum að vinna okkar vinnu og ekki hugsa um neitt annað. Við verðum að vinna og síðan sjá við hvað gerist,“ segir Benítez á vef Liverpool.

,,Chelsea er með afar sterkt lið. Það er mikil gæði til staðar hjá liðinu. Það vitum við eftir að hafa spilað oft á móti þeim undanfarin ár. Okkur hefur gengið vel á móti þeim í Meistaradeildinni svo við sjáum til hvort við getum ekki gert góða hluti gegn þeim í deildinni á sunnudaginn. Það verður engin góðvild gegn Chelsea af okkar hálfu.“

Liverpool og Chelsea mætast á Anfield klukkan 12.30 á sunnudaginn en klukkan 15 verður flautað til leiks í viðureign Sunderland og Manchester United. Chelsea er með 80 stig en United 79 svo ef Chelsea vinnur og United tapar hampar Chelsea titlinum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert