Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Roy Hodgson knattspyrnustjóri Fulham verðskuldi að vera valinn stjóri ársins á Englandi.
,,Roy ætti að vera knattspyrnustjóri ársins. Það er enginn vafi í mínum huga. Hann hefur unnið kraftaverk. Vonandi vinnur hann núna en þetta er ein besta frammistaða ensk liðs allra tíma,“ sagði Ferguson við fréttamenn en Fulham tryggði sér í gær sæti í úrslitum Evrópudeildar UEFA þegar liðið sló Hamburg út í undanúrslitum keppninnar.