Ferguson: Roy er stjóri ársins

Roy Hodgson og fyrirliðinn Danny Murphy fagna sigrinum á Hamburg …
Roy Hodgson og fyrirliðinn Danny Murphy fagna sigrinum á Hamburg í gær. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Roy Hodgson knattspyrnustjóri Fulham verðskuldi að vera valinn stjóri ársins á Englandi.

,,Roy ætti að vera knattspyrnustjóri ársins. Það er enginn vafi í mínum huga. Hann hefur unnið kraftaverk. Vonandi vinnur hann núna en þetta er ein besta frammistaða ensk liðs allra tíma,“ sagði Ferguson við fréttamenn en Fulham tryggði sér í gær sæti í úrslitum Evrópudeildar UEFA þegar liðið sló Hamburg út í undanúrslitum keppninnar.

,,Ég sendi Roy sms skilaboð og allir hjá félaginu óskuðu honum alls hins besta. Þegar þú lendir 1:0 undir á móti þýsku liðið þá segir þú við sjálfan þig að þetta kemur til með að verða erfitt en endurkoma Fulham var frábær. Ég heyrði fólk segja í útvarpinu í morgun að liðið hefði ekki spilað vel. Þetta 59. leikur liðsins á tímabilinu og fólk var að tala um frammistöðu liðsins!!“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert