Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, kveðst engan veginn hafa gefið upp vonina um enska meistaratitilinn og vonast eftir góðri hjálp frá nágrönnum sínum í Wigan næsta sunnudag.
Chelsea fær Wigan í heimsókn og til að United eigi að verða meistari fjórða árið í röð þarf Wigan að krækja þar í stig og United að vinna Stoke á meðan á Old Trafford.
„Ég myndi ekki segja að Chelsea eigi vísan sigur gegn Wigan, alls ekki. Þeir eru með gott lið, munu leggja sig alla fram og maður veit aldrei hvað gerist. Þetta er óútreiknanleg íþrótt," sagði Ferguson við BBC eftir sigurinn á Sunderland í dag, 1:0, á Stadium of Light.
„Manchester City gerði okkur mikinn greiða með því að sigra Chelsea tvisvar, og Wigan er líka nágrannalið okkar. Allt sem sjálfur getum hinsvegar gert er að vinna okkar heimaleik. Við viljum enda tímabilið á sigri frammi fyrir okkar stuðningsmönnum," sagði Ferguson.