Blackburn lagði Arsenal

Chris Samba, til vinstri, skoraði sigurmark Blackburn.
Chris Samba, til vinstri, skoraði sigurmark Blackburn. Reuters

Blackburn sigraði Arsenal, 2:1, í  ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, í síðasta leik 37. umferðar, en leikið var á Ewood Park í Blackburn.

Arsenal er þar með enn ekki öruggt um þriðja sæti deildarinnar, sem  gefur sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og gæti misst erkifjendurna í Tottenham uppfyrir sig.

Arsenal komst yfir á 13. mínútu. Eftir hornspyrnu skallaði Bacary Sagna boltann áfram á Robin van Persie sem skoraði með skalla af markteig, 0:1.

David Dunn jafnaði metin fyrir Blackburn í lok fyrri hálfleiks, með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Keith Andrews, 1:1.

Christopher Samba kom  Blackburn í 2:1 með skalla eftir hornspyrnu á 68. mínútu og það reyndist sigurmarkið.

Liðin voru þannig skipuð:

Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Nelsen, Givet, Andrews, Grella, Dunn, Pedersen, Olsson, Roberts.
Varamenn: Brown, Jacobsen, Emerton, Basturk, Hoilett, Di Santo, Jones.
Arsenal: Fabianski, Sagna, Campbell, Silvestre, Traore, Eboue, Diaby, Walcott, Nasri, Vela, van Persie.
Varamenn: Mannone, Eduardo, Djourou, Arshavin, Gibbs, Eastmond, Henderson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert