Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur upplýst að hann hafi fengið Paul Scholes ofan af því að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en miðjumaðurinn reyndi gerði á dögunum nýjan eins árs samning við félagið.
Scholes hefur níu sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester United og hann hefur leikið stórt hlutverk með liðinu á síðari hluta tímabilsins og skoraði til að mynda sigurmarkið gegn Manchester City í uppbótartíma á dögunum.
,,Ég ræddi við Scholes en hann hafði gefið það í skyn að hann ætlaði að hætta eftir tímabilið. Ég sagði; Ég ákveð hvenær þú hættir. Sjáðu Paul, þú getur spilað, það er engin spurning um það. Getan er til staðar og það er engin hnignum í leik þínum,“ segir Ferguson í United tímaritinu.