Malouda: Chelsea verðskuldar titilinn

Florent Malouda fagnar marki með Chelsea.
Florent Malouda fagnar marki með Chelsea. Reuters

Florent Malouda kantmaðurinn snjalli hjá Chelsea segir að takist liðinu ekki að innbyrða Englandsmeistaratitilinn yrði það mesta áfall á ferli sínum en lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni verður leikin á morgun. Með sigri á Wigan hampar Chelsea titlinum en verði úrslitin á annan veg og Manchester United vinni Stoke fer bikarinn á loft á Old Trafford.

,,Enginn í okkar herbúðum hugsar um annað en vinna leikinn. Ef það tekst ekki þá yrði það hrein hörmung. Fyrir mig yrði það mesta áfall á ferli mínum en með okkar stuðningsmenn á Stamford Bridge á bak við okkur trúum við því að það sé óhugsandi,“ segir Malouda við enska blaðið Daily Mirror.

,,Ef þú lítur á tölurnar og tölfræðina hjá okkur á tímabilinu þá verðskuldar Chelsea að verða meistari en við verðum að vinna leikinn á sunnudaginn til að staðfesta okkar afrek. Við þurfum bara að spila okkar leik, halda haus og vera þolinmóðir og ég er algjörlega viss um að við verðum meistarar.“

Malouda hefur átt sitt besta tímabil með Chelsea en Frakkinn hefur skorað 15 mörk í 49 leikjum og hefur lagt upp mörg mörk fyrir félaga sína.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert