Chelsea innbyrti Englandsmeistaratitilinn á hreint glæsilegan hátt í dag en liðið gjörsigrað Wigan, 8:0, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Meistarar síðustu þriggja ára, Manchester United, lögðu Stoke, 4:0, en Chelsea hlaut 86 stig, stigi meira en Manchester United. Þetta er fjórði meistaratitill Chelsea og sá fyrsti í fjögur ár sem liðið vinnur.
Didier Drogba skoraði þrennu fyrir Chelsea og varð markakóngur deildarinnar með 29 mörk. Nicolas Anelka skoraði 2 mörk og þeir Frank Lampard, Salamon Kalou og Ashley Cole gerðu sitt markið hver. Wigan menn léku manni færri klukkutíma eftir að Gary Caldwell var rekinn af velli.
Bein textalýsing frá leikjunum:
Chelsea - Wigan, 8:0 (leik lokið)
90. MARK!! Ashley Cole er að skella jarðaberinu ofan á ísinn með því að skora áttunda mark.
82. MARK!! Sjö upp á Brúnni. Drogba fullkomnar þrennu sína og skorar um leið sitt 29. mark í deildinni.
68. MARK!! Dider Drogba var að koma Chelsa í 6:0 með sínu öðru marki. Nú fékk Fílabeinsstrendingurinn að taka vítaspyrnuna og hann skoraði örugglega.
65. MARK!! Mörkunum heldur áfram að rigna niður á brúnni. Drogba var að skora fimmta markið og hann er nú orðinn einn markahæstur í deildinni með 27 mörk. Þetta var 100. mark Chelsea í úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
57. MARK!! Nicolas Anelka er búinn að koma verðandi meisturum Chelsea 4:0. Frakkinn skoraði með góðu skoti og nú er liðið búið að slá markamet Manchester United.
54. MARK!! Chelsea er að tryggja sér Englandsmeistaratitlinn í fjórða sinní sögu félagsins. Salamon Kalou var að koma liðinu í 3:0 eftir sendingu frá Lampard. Það er sannkölluð sigurstemning á Brúnni.
Didier Drogba var hundfúll út í Lampard að fá ekki að taka vítið. Drogba er í baráttu við Wayne Rooney um markakóngstitilinn en báðir hafa þeir skorað 26 mörk.
33. MARK og rautt spjald!! Frank Lampard var að koma Chelsea í 2:0 með marki úr vítaspyrnu. Lampard var felldur innan teigs af Gary Caldwell og hann var í kjölfarið rekinn af velli. Chelsea stefnir nú hraðbyri að Englandsmeistaratitlinum.
20. Leikurinn á Stamford Bridge er í jafnvægi. Eftir markið hefur Chelsea-liðið dregið sig til baka og beitir skyndisóknum.
6. MARK!! Nicolas Anelka er búinn að koma Chelsea yfir á Brúnni. Frakkinn skoraði af stuttu færi og markinu var gríðarlega vel fagnað af stuðningsmönnum Chelsea. Verði þetta úrslitin hampar Chelsea titlinum.
Man Utd - Stoke, 4:0 (leik lokið)
84. MARK!! Kóreumaðurinn Park, sem kom inná fyrir Rooney, er búinn að koma United í 4:0 með skallamarki eftir sendingu frá Giggs.
75. Wayne Rooney er kallaður af leikvelli og þar með er ljóst að hann verður ekki markakóngur deildarinnar. Rooney skoraði 26 mörk en Didier Drogba er kominn með 28 mörk.
56. MARK!! United er komið í 3:0 á Old Trafford. Danny Higginbothan, fyrrum leikmaður United, varð fyrir því óláni að skora í eigið mark eftir fasta fyrirgjöf frá Rooney.
37. MARK!! Ryan Giggs kemur United í 2:0 með góðu skoti eftir sendingu frá Berbatov. Fögnuðurinn á Old Trafford er í lágmarki enda vita stuðningsmenn United um gang mála á Stamford Bridge.
30. MARK!! Meistararnir eru komnir yfir á Old Trafford. Darren Fletcher braut ísinn með skoti af stuttu færi en boltinn barst til hans eftr hornspyrnu.
22. Berbatov er enn ágengur upp við mark Stoke. Nú skallaði Búlgarinn í slá og yfir.
10. Berbatov skallaði yfir mark Stoke úr góðu færi. United menn hafa sótt fyrstu mínútur leiksins.
Úrslit í öðrum leikjum:
Arsenal - Fulham, 4:0
Arshavin 21., Van Persie 26., Baird 38. (sjálfsmark)., Vela 86.
Burnley - Tottenham, 4:2
Cork 54. Elliott 42., Paterson 71., Thompson 88. - Gareth Bale 3., Luka Modric 32. Eiður Smári lék síðustu 7 mínúturnar fyrir Tottenham.
Bolton - Birmingham, 2:1
Kevin Davies 32., Klasnic 60.- James McFadden 80. (víti).
Hull - Liverpool, 0:0
Everton - Portsmouth, 1:0
Bilyaletdinov 90.
West Ham - Man City, 1:1
Boa Morte 17. - Shaun Wright-Phillips 22.
Wolves - Sunderland, 2:1
Doyle 10. (víti), Guédioura 78. - Jones 8.
Aston Villa - Blackburn, 0:1
- Hoilett 84.