Slakasti árangur Liverpool í 11 ár

Steven Gerrard og Tom Cairney í baráttum um boltann á …
Steven Gerrard og Tom Cairney í baráttum um boltann á KC vellinum í Hull í dag. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool vill halda áfram starfi sínu hjá félaginu og halda þeim Steven Gerrard og Fernando Torres en óvissa hefur ríkt um framtíð hans hjá félaginu.

Benítez átti sinn fyrsta fund með Martin Broughton nýjum stjórnarformanni Liverpool í vikunni og annar er fyrirhugaður á næstu dögum.

Liverpool mistókst að ná sjötta sætinu í úrvalsdeildinni því það varð að sætta sig markalaust jafntefli gegn Hull á útivelli. Með sigri hefði það haft sætaskipti við Aston Villa sem tapaði fyrir Blackburn á heimavelli.

,,Við fengum færin til að gera út um leikinn en því miður tókst það ekki. Á síðustu leiktíð vorum við sterkir á útivelli en á þessu tímabili hefur verið annað upp á teningnum. Það er á hreinu hver staða mín er. Ég á fjögur ár eftir af samningi mínum. Ég er mjög ánægður að hafa verið þennan tíma hjá félaginu og vonandi get ég haldið áfram ef aðstæðurnar verða réttar,“ sagði Benítez, en á síðustu leiktíð lenti lið hans í öðru sæti deildarinnar. 

Árangur Liverpool á leiktíðinni er sá versti frá árinu 1999 en liðið hlaut 63 stig. Það vann aðeins 5 útileiki og tapað samtals 11 leikjum í deildinni.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert