Gianfranco Zola knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins West Ham var í morgun sagt upp störfum hjá félaginu. Zola tók við stjórastarfinu hjá West Ham í september 2008 og gerði þriggja ára samning við Lundúnaliðið.
Undir stjórn Zola var West Ham í bullandi fallbaráttu allt tímabilið en tókst að bjarga sér á lokasprettinum og hafnaði í 17. sæti deildarinnar. Hann tók við stjórastarfinu af Alan Curbishley hjá West Ham í september 2008.
David Sullivan og David Gold, sem eignuðust West Ham í vetur, höfðu greinilega ekki trú á Ítalanum og undir lok tímabilsins var ljóst að Zola væri valtur í sessi.