Denis Law gamla goðsögnin hjá Manchester United segir að búlgarski framherjinn Dimitar Bebatov hafi valdið vonbrigðum með United frá því hann var keyptur fyrir rúmlega 30 milljónir punda frá Tottenham.
Berbatov hefur einungis skorað 26 mörk á þeim tveimur tímabilum sem hann hefur spilað í búningi Manchester United
,,Ég vil ekki koma höggi á hann en hann hefur ekki náð þeim staðli með Manchester United og hann hafði þegar hann spilaði með Tottenham. Þegar hann var þar á var hann virkilega góður spilari,“ segir Law við breska blaðið Daily Post en Law skoraði 237 mörk í 404 leikjum með Manchester United á árum áður.