Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður U21 árs landsliðsins og enska 1. deildarliðsins Reading fær að spreyta sig með A-landsliðinu þegar það tekur á móti Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum þann 29. þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef Reading í dag.
Gylfi fór á kostum með Reading-liðinu á nýafstöðnu tímabili. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með 20 mörk og var útnefndur leikmaður ársins hjá félaginu.
Þá þykir víst að Birkir Bjarnason, félagi Gylfa í U21 ára liðinu, verði valinn í landsliðshópinn en hann hefur leikið sérlega vel með Viking í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og greinilega framtíðarmaður í landsliðinu.