Davíð glímir við Golíat í 129. bikarúrslitaleiknum

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea vonast eftir öðrum bikar í dag.
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea vonast eftir öðrum bikar í dag. Reuters

Í dag fer fram 129. bikarúrslitaleikurinn á Englandi þegar nýkrýndir Englandsmeistarar Chelsea og fallið lið Portsmouth leiða saman hesta sína á Wembley.

Chelsea stefnir að því að verða sjötta liðið í sögu ensku knattspyrnunnar til að vinna tvöfalt á tímabilinu en Chelsea, sem á titil að verja, hefur unnið bikarinn fimm sinum. Portsmouth varð bikarmeistari fyrir tveimur árum og á möguleika á að vinna bikarinn í þriðja sinn en að mati sparkfræðinga út um víða veröld eru möguleikar suðurstrandarliðsins á sigri taldir nánast engir.

„Það er engin pressa á okkur. Hún er öll á Chelsea og því lengur sem okkur tekst að halda þeim í skefjum því meiri pressa verður á liðinu. Þetta verður ansi erfitt en við getum alveg unnið,“ sagði Hayden Mullins, miðjumaður Portsmouth, í gær.

„Við viljum afreka það að vinna tvöfalt en það verður ekkert auðvelt. Portsmouth-liðið mun örugglega gefa allt sem það á og við tökum það alvarlega,“ sagði markakóngurinn Didier Drogba.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert