Ballack ekki með Þjóðverjum á HM

Michael Ballack liggur óvígur í grasinu eftir harkalega tæklingu frá …
Michael Ballack liggur óvígur í grasinu eftir harkalega tæklingu frá Kevin-Prince Boateng. Reuters

Michael Ballack leikmaður Englands- og bikarmeistara Chelsea og fyrirliði þýska landsliðsins verður ekki með Þjóðverjum á HM vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Portsmouth í fyrradag.

Ballack varð að fara af leikvelli undir lok fyrri hálfleiksins eftir harkalega tæklingu frá Kevin-Prince Boateng og reyndust meiðslin alvarlegri en talið var í fyrstu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert