Chelsea undirbýr tilboð í Torres

Torres hefur raðað inn mörkunum fyrir Liverpool á síðustu árum.
Torres hefur raðað inn mörkunum fyrir Liverpool á síðustu árum. Reuters

Englands- og bikarmeistarar Chelsea munu leggja fram kauptilboð í spænska framherjann Fernando Torres, leikmann Liverpool, á allra næstu dögum að því er knattspyrnuvefur ESPN, soccernet.com, heldur fram.

Samkvæmt heimildum soccernet.com mun Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sjálfur annast samningaumleitanir en talið er að kaupin á Torres muni kosta Lundúnafélagið 40 milljónir punda auk þess sem þrír leikmanna liðsins muni ganga upp í kaupin.

„Torres er bestur og Roman vill þá bestu. Hann sér Torres fyrir sér sem manninn sem muni hjálpa honum að vinna Meistaradeild Evrópu,“ sagði heimildamaður soccernet.com.

„Torres gæti farið til Manchester City fyrir sömu upphæð, jafnvel hærri, en Chelsea getur boðið honum að leika í Meistaradeildinni og hefur því vinninginn,“ bætti heimildamaðurinn við.

Talið er að reynt verði að ganga frá kaupunum nokkru áður en heimsmeistaramótið hefst 11. júní, sennilega strax í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert