Frank Lampard miðjumaðurinn öflugi í liði Chelsea stóð sig best allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik.
Lampard var í lykilhlutverki í miðjuspili Chelsea á leiktíðinni en Lundúnaliðið varð bæði Englandsmeistari og bikarmeistari. Lampard skoraði 22 mörk í deildinni eða jafnmörk og Carlos Tévez en þeir urðu í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar á eftir Didier Drogba og Wayne Rooney.
Þessir leikmenn urðu í efstu sætunum í tölfræðiþáttunum:
1. Frank Lampard, Chelsea
2. Didier Drogba, Chelsea
3. Carlos Tévez, Manchester City
4. Nicolas Anelka, Chelsa
5. Cesc Fabregas, Arsenal
6. Gabriel Agbonlahor, Aston Villa
7. Wayne Rooney, Manchester United
8. Darren Bent, Sunderland
9. Florent Malouda, Chelsea
10. Patrice Evra, Manchester United
11. James Milner, Aston Villa
12. Richard Dunne, Aston Villa
13. Antonio Valencia, Manchester United
14. Carlos Cuellar, Aston Villa
15. Ashley Young, Aston Villa