Chamakh kominn í raðir Arsenal

Marouane Chamakh er orðinn liðsmaður Arsenal.
Marouane Chamakh er orðinn liðsmaður Arsenal. Reuters

Arsenal fékk góðan liðsstyrk í dag en þá skrifaði framherjinn Marouane Chamakh undir samning við Lundúnaliðið. Chamakh er 26 ára gamall framherji frá Marokkó sem kemur til liðsins frá franska liðinu Bordeaux.

Chamakh skoraði 79 mörk í þeim 293 leikjum sem lék með Bordeaux þau átta ár sem hann var á mála hjá liðinu og bindir Arsene Wenger miklar vonir við framherjann skæða.

,,Við erum mjög ánægðir með að Chamakh sé kominn til okkar. Þetta er leikmaður sem við höfum hrifist af í nokkurn tíma og ég veit að hann á eftir að styrkja lið okkar til muna. Hann hefur sýnt og sannað með Bordeaux og landsliði Marokkó að hann er frábær leikmaður,“ segir Wenger á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert