Schmeichel til liðs við Leeds United

Kasper Schmeichel er kominn til Leeds.
Kasper Schmeichel er kominn til Leeds. Reuters

Leeds United sem tryggði sér sæti í ensku 1. deildinni í vor er byrjað að styrkja sig fyrir átökin á næsta tímabili. Í dag gekk félagið frá samningi við danska markvörðinn Kasper Schmeichel.

Schmeichel kemur til Leeds án greiðslu en hann komst að samkomulagi við Notts County um að fá að losna undan samningi. Hann lék 43 leiki með liðinu á síðustu leiktíð.

Schmeichel var valinn leikmaður ársins í ensku 2. deildinni en hann hæfileika ekki langt að sækja því karl faðir hans, Peter Schmeichel, lék um árabil með Manchester United og var talinn einn besti markvörður heims.

Daninn er 23 ára gamall sem um tíma var á mála hjá Manchester City þar sem hann átta leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig leikið með:  Darlington, Bury, Falkirk, Cardiff og Coventry.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert