Clark ánægður með að fá Jóhannes

Jóhannes Karl Guðjónsson er kominn til Huddersfield.
Jóhannes Karl Guðjónsson er kominn til Huddersfield. www.burnleyfootballclub.com

Enska knattspyrnufélagið Huddersfield staðfesti nú fyrir hádegið samning sinn við Jóhannes Karl Guðjónsson, sem Morgunblaðið skýrði frá fyrst fjölmiðla í morgun.

Jóhannes Karl hefur samið við enska C-deildarliðið til tveggja ára en hann var leystur undan samningi við Burnley í vor, eftir að hafa leikið 14 leiki með því í úrvalsdeildinni.

„Jóhannes er mjög kraftmikill og ákafur leikmaður. Hann getur spilað í þeim gæðaflokki sem við stefnum á og er með geysilega mikla reynslu af því að spila í úrvalsdeild og B-deild í þessu landi," sagði Lee Clark, knattspyrnustjóri Huddersfield á vef félagsins.

„Í lok tímabilsins sagði ég að við þyrftum meiri reynslu í okkar lið, og hann færir okkur hans, en auk þess passar hann vel inn hjá okkur því hann er geysilega metnaðarfullur og baráttuglaður leikmaður. Ég veit að við höfum haft betur gegn félögum í B-deildinni í baráttunni um að fá hann í okkar raðir, og það sýnir að það hefur spurst út að  við séum metnaðarfullt félag sem stefni í rétta átt," sagði Lee Clark.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert