Enska landsliðið í knattspyrnu hélt í kvöld til Suður-Afríku en flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu eftir níu daga. Fabio Capello tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn leika fyrr hönd Englands á mótinu.
Flestir sparkspekingar spá því að Englendingar komist nokkuð örugglega upp úr riðlinum en England leikur í C-riðli ásamt Alsír, Slóveníu og Bandaríkjunum. Meðalaldur í enska landsliðinu er 28,7 ár og er það elsta liðið sem Englendingar hafa teflt fram frá upphafi HM.
Fyrsti leikur Englendinga í riðlinum verður gegn Bandaríkjamönnum í Rustenburg en liðið er nú á flugi til Jóhannesarborgar og heldur áleiðis til Rustenburg á morgun.