Eru dagar Benítez hjá Liverpool taldir?

Rafael Benítez.
Rafael Benítez. Reuters

Heimildir Sky fréttastofunnar herma að umræða eigi sér stað hjá Liverpool um framtíð knattspyrnustjórans Rafael Benítez. Talið er að stjórn Liverpool sé reiðubúin að skipta Benítez út en árangur liðsins á síðustu leiktíð var sá slakasti hjá liðinu í 11 ár.

Ekki er langt síðan Benítez framlengdi samning sinn við Liverpool og mun það reynast kostnaðarsamt fyrir félagið að vísa honum á dyr en Liverpool er sagt tilbúið að greiða Spánverjanum 3 milljónir punda, jafngildi 565 milljóna króna, fallist hann á að yfirgefa liðið. Orðrómur hefur verið í gangi í kvöld, meðal annars í vefútgáfu Mirror, að þegar sé búið að reka Benítez en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka