Grant: Stoltur að fá að stýra West Ham

Avram Grant nýr knattspyrnustjóri West Ham.
Avram Grant nýr knattspyrnustjóri West Ham. Reuters

Ísraelsmaðurinn Avram Grant, sem fyrr í dag var ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segir starfið spennandi áskorun fyrir sig en hann á að fylla skarð Ítalans Gianfranco Zola sem rekinn var frá félaginu á dögunum.

,,Ég er mjög stoltur að fá tækifæri til að vera knattspyrnustjóri West Ham. Það er spennandi áskorun og ég er reiðubúinn að gera mitt besta. Þetta er frábært félag sem á sér glæsilega sögu og á frábæra stuðningsmenn og ég hlakka bara mikið til hefja störf og vinna með leikmönnum mínum,“ segir Grant á vef West Ham.

Grant mun velja sér sjálfur aðstoðarmenn og ekki er reiknað með því að Steve Clark fyrrum aðstoðarmaður Zola verði í þjálfarateyminu en Clark var hægri hönd Grants þegar hann var við stjórnvölinn hjá Chelsea.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka